Vilmers hefur framleitt húsgögn síðan 1997, sameinað tímalausa hönnun við gæði og þægindi, með áherslu á handgerða sófa sérsmíðaða fyrir þig.
“Okkur finnst besta hönnunin vera sú sem endurspeglar þinn persónuleika. Áður en þú kaupir ættir þú að ímynda þér hvernig sófinn muni passa í rýmið, finna hvernig er að sitja í honum og hugleiða hvaða hlutverki hann muni gegna á þínu heimili.”
Allir sófarnir eru hannaðir til þess að passa fullkomlega inn í þitt rými - það sem þú þarft að gera er að velja fætur, arma, fylgihluti og einn af yfir 200 áklæða og leðurmöguleikunum til að eignast einstakan sófa. Möguleikarnir eru endalausir.
Sófinn er miðpunktur heimilisins, þar eyðum við stórum hluta frítíma okkar, njótum félagskapar góðra gesta og sköpum minningar. Þó að aðalatriðið sé þægindin þá þarf góður sófi líka að vera fallegur og fara vel í rýminu.
Sófinn er fullkominn útfærsla á skandinavískri hönnun, þægilegur, minimaliskur og tímalaus sófi.
Hannaðu þinn einstaka sófa. Raðaðu saman sófaeiningum og veldu lit á áklæði eða leðri, fætur, arma og fylgihluti.
Sá allra þægilegasti! Viking er einstaklega stór og djúpur sófi, fullkominn staður til að slaka á og láta fara vel um sig.
Goya er einstaklega fallegur sófi þar sem örlar á örlitlum art deco áhrifum. Stórar einingar fyrir fullkominn þægindi á meðan einföld form og grannir fætur gefa honum létt yfirbragð.
Menson hefur yfir sér létt og fínlegt yfirbragð, einstaklega glæsilegur og þægilegur sófi fyrir stílhreina stofu.