Opnunartímar yfir hátíðarnar

Skoða hér

Leita

Saga Tekk

Tekk var stofnað árið 1998 af bræðrunum Eyþóri og Finni Kolbeinssyni og eiginkonum þeirra Elínu Maríu Sigurjónsdóttur og Telmu Birgisdóttur - fyrst undir nafninu Tekk Vöruhús.

Fyrirtækið er því 25 ára á þessu ári!

Fyrst var byrjað á sölusýningu í Blómavali við Skútuvog og þar slógu húsgögn í nýlendustíl frá Indónesíu í gegn og það var ekki aftur snúið. Á næstu árum þróaðist fyrirtækið hratt, við rákum verslanir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og við bættust  Company og svo Habitat.

Árið 2016 fluttum við svo í núverandi verslun við Skógarlind 2. 
Á þessum 25 árum höfum við byggt upp tengsl við framleiðendur sem við treystum að geti boðið viðskiptavinum okkar falleg húsgögn og gæði á sanngjörnu verði. Það dýrmætasta fyrir okkur er að sjá viðskiptavini sem við kynntumst fyrir 25 árum enn heimsækja búðina og nýja kynslóð sem ólst upp með Tekk húsgögnum koma til okkar.