Appreciate the Details og Tekk hafa sameinað krafta sína og kynna með stolti fyrstu rúmfatalínu Appreciate The Details. Þessi lína markar nýjan kafla í hönnun á Íslandi þar sem bæði vörumerkin leggja áherslu á gæði, smáatriði og tímalausa hönnun sem auðgar heimilið. Rúmfötin eru unnin úr náttúrulegum hör- og bómullarefnum, sem eru bæði mjúk og endingargóð.
Línan inniheldur fjölbreytt úrval jarðlita og hlýlegra tóna sem eru innblásnir af íslenskri náttúru og haustlitum, ásamt tónum sem minna á uppáhalds kaffidrykkina okkar. Með þessum náttúrulegu litum og fallegu áferð fær svefnherbergið róandi og þægilegan blæ sem gerir það auðvelt að skapa einstaka og hlýlega stemmningu.
Samstarf Appreciate the Details og Tekk endurspeglar sameiginlega ástríðu fyrir smáatriðunum sem gera heimilið notalegt og persónulegt. Með þessu samstarfi var markmið okkar að koma með nýjar vörur, hannaðar á Íslandi fyrir íslensk heimili.