Lokað vegna vörutalningar í dag, 2. jan

Skoða

Leita

Vilt þú vera hluti af líflegum, fjölbreyttum og skemmtilegum vinnustað?

Þú getur kynnt þér laus störf innan fyrirtækisins hér að neðan.

Starfsmaður á lager og í verslun

Tekk húsgagnaverslun óskar eftir að ráða kraftmikinn starfsmann.

Helstu verkefni starfsins eru að taka á móti vörum, lagerstörf, fylla á vörur, veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og önnur tilfallandi verkefni. Um er að ræða fullt starf, kl.10-18 fjóra virka daga í viku og tvo laugardaga í mánuði kl. 11-16.

Æskilegt er að viðkomandi sé hraustur og geti hafið störf sem allra fyrst, eða samkvæmt nánara samkomulagi.

  • Reynsla af sölu og þjónustu
  • Rík þjónustulund, dugnaður og jákvæðni
  • Söluhæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og gott skipulag
  • Snyrtimennska og jákvætt og glaðlegt viðmót
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði

Nánari upplýsingar um starfið veitir Telma Birgisdóttir í síma 564 4400 | telma@tekk.is