Vilt þú vera hluti af líflegum, fjölbreyttum og skemmtilegum vinnustað?
Þú getur kynnt þér laus störf innan fyrirtækisins hér að neðan.
Tekk húsgagnaverslun óskar eftir að ráða kraftmikinn starfsmann.
Helstu verkefni starfsins eru að taka á móti vörum, lagerstörf, fylla á vörur, veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og önnur tilfallandi verkefni. Um er að ræða fullt starf, kl.10-18 fjóra virka daga í viku og tvo laugardaga í mánuði kl. 11-16.
Æskilegt er að viðkomandi sé hraustur og geti hafið störf sem allra fyrst, eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Telma Birgisdóttir í síma 564 4400 | telma@tekk.is