Sendum frítt á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir 50.000 kr. eða meira

Leita

Góð hönnun er í okkar huga rík af karakter og framleidd úr hágæða efnum sem eldast fallega

Í 25 ár höfum við framleitt falleg tímalaus húsgögn úr gegnheilum við. Við elskum að sjá hann þróast með tímanum og bera merki heimilislífsins. Þar sem hann er einstaklega sterkur og eldist vel, trúum við því að viðurinn í húsgögnunum okkar sé gegnheill og traustur grunnur að heimili. Meðvitað er öll okkar hönnun tímalaus. Hún siglir í gegnum mismunandi tískustrauma og passar vel inn í mismunandi stíla, svo hún getur farið frá einu heimili til annars, borið með sér eina lífssögu inn í aðra.

Sagan okkar

Einn gámur fullur af vörum frá Indónesíu. Þannig hófst saga okkar. Árið 1995 ákvað frumkvöðullinn Philippe Dalaisse að flytja heim til Antwerpen gám með húsgögnum og smávörum eftir frí í Indónesíu. Vinur hans Benoit Loos ákvað að slást í hópinn og saman héldu þeir áfram að flytja inn gáma á nokkra mánaða fresti. Einu ári seinna biðu viðskiptavinir í röðum við höfnina í Antwerpen eftir næstu sendingu.

Félagarnir ákváðu fljótt að þeir vildu hanna og framleiða sín eigin húsgögn og settu af stað framleiðslu í Indónesíu. Í dag eru höfuðstöðvar fyrirtækisins í Antwerpen, einnig eru starfstöðvar í Marseille, Singapore, Indonesíu, Hong Kong og Norður Karólína. Framleiðslan fer fram í Indónesíu, Víetnam og Serbíu.

Við hjá Tekk erum stolt af því að hafa fylgt Ethnicraft allt frá því að við heimsóttum þá fyrst í dimma skemmu við höfnina í Antwerpen. Við höfum séð fyrirtækið blómstra, alltaf spennandi nýjungar á hverju ári en alltaf trúir sínum gildum.