Sendum frítt á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir 50.000 kr. eða meira

Leita

Minna er meira

Jacqueline Schmidt er innfæddur New York-búi af þriðju kynslóð listamanna. Ástríða hennar fyrir því að færa aftur líf í daufleg heimili á sér því djúpar rætur. Þetta gerir hún með því að umbreyta ásýnd heimilisins í heildstætt verk sem stenst tímans tönn og þar sem gott er að lifa og njóta.

Snemma á ferlinum varð Jacqueline hugfangin af frelsinu sem fylgir því að eiga færri hluti og einfalda þar með líf sitt. Þessi lífsspeki hefur æ síðan verið leiðarljós hennar við að skapa umhverfi þar sem „minna er meira. Hún kemur fólki stöðugt á óvart með fallega hönnuðum innréttingum á heimilum og skrifstofum þar sem jafnvægi ríkir í hlutlausu litavali og sérvöldum og fjölbreytilegum húsgögnum.

Hámarksnýting á plássi getur kallað á skipulagsbreytingar en Jacqueline sýnir okkur með skýrum hætti hvernig húsgögn geta spilað lykilhlutverk í því að skapa umhverfi sem er opið og aðlaðandi í stað þess að virka þröngt og takmarkandi. Hún hefur mikið dálæti á náttúruefnum á borð við gegnheilan við og notar fjölbreytilegt úrval af Ethnicraft-vörum bæði í íbúðarhúsum og á skrifstofum. Hún lýsir til dæmis íbúðarhúsnæði Lizu Lowinger og Simonar Issac í Brooklyn með þessum orðum: „Eikargólfin, borðið, stólarnir og hliðarborðin eru öll í stíl sem gefur heimilinu rólyndisblæ jafnvel þegar allt er á rúi og stúi.

Jacqueline hefur í meira en tíu ár fengist við innanhússhönnun af ýmsu tagi og í gegnum sérhvert verkefni liggur alltaf einn sameiginlegur þráður sem einkennist af notagildi og vekur bæði gleði og ánægju. Þessi sýn á bæði við um hönnun íbúða- og skrifstofuhúsnæðis. „Þú verðlengst um tíma í vinnunni og þess vegna á umhverfið þar að vera hvetjandi og veita þér innblástur.

Jacqueline er með sköpunargáfuna í genunum og hæfileikar hennar liggja ekki einungis í innanhússhönnun heldur einnig í grafískri hönnun og hönnun á framleiðsluvörum og umbúðum, áferð á húsgögnum og annarri lífsstílshönnun. Hugsanlega hafa þessir fljölbreyttu hæfileikar komið henni á kortið sem hönnuður nokkurra híbýla sem fjallað hefur verið um í The New York Times og The Wall Street Journal. 

© Pictures: Matthew Williams & Weston Wells

Meiri innblástur

Íbúðin í borginni

Lesa meira

Kósy minimalismi

Lesa meira