Tekk-Company var stofnað í september árið 1998 af bræðrunum Eyþóri og Finni Kolbeinssonum og konum þeirra Elínu Maríu Sigurjónsdóttur og Telmu Birgisdóttur. Upphaflega hét verslunin Tekk-Vöruhús en nafninu var breytt í kjölfar kaupa á húsgagnaversluninni Company sem var á Frakkastíg.
Eftir vel heppnaða sölusýningu sem haldin var í Blómavali við Sigtún var fyrsta verslunin opnuð í síðasta uppistandandi fjósinu í Reykjavík við Skógarsel (gamla Alaska). Þaðan lá leiðin í Kringluna, svo í Nethyl, í Bæjarlind í Kópavogi, Holtagarða, Kauptún Garðabæ og nú síðast Skógarlind 2 í Kópavogi.
Tekk hefur frá upphafi lagt áherslu á að bjóða fallega hluti til heimilisins allsstaðar að úr heiminum, ásamt því að veita persónulega og góða þjónustu.